
Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og voru flestra augu sennilega á Anfield, þar sem Liverpool tók á móti Real Madrid.
Það var markalaust allt þar til á 61. mínútu en þá kom Alexis Mac Alliser Liverpool yfir. Reyndist það eina mark leiksins og 1-0 sigur Englandsmeistaranna verðskuldaður.
Mikilvægur sigur fyrir Liverpool, sem hefur verið í brasi undanfarið, og er liðið komið með 9 stig eins og Real Madrid.
Ríkjandi Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu 1-2 á móti Bayern Munchen, þar sem Luis Diaz gerði bæði mörk Bæjara. Tottenham burstaði þá FC Kaupmannahöfn.
Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.
Atletico Madrid 3-1 Union SG
Bodo/Glimt 0-1 Monaco
Juventus 1-1 Sporting
Liverpool 1-0 Real Madrid
Olympiacos 1-1 PSV
PSG 1-2 Bayern Munchen
Tottenham 4-0 FCK