
Vitor Roque hefur fundið taktinn á ný eftir að hann sneri aftur heim til Brasilíu, en samkvæmt fréttum frá Spáni fylgist Manchester United nú grannt með sóknarmanninum skoðar það að gera tilboð.
Roque gekk til liðs við Palmeiras eftir erfitt ár hjá Barcelona. Endurkoman til heimalandsins hefur hins vegar reynst honum vel og hefur hann sýnt frábæra takta.
Sögur frá Spáni segja að United íhugi að gera yfir 40 milljóna punda tilboð, í tilraun til að auka breiddina í fremstu stöðum vallarsins.
Þess má geta að Barcelona á enn 20 prósenta hlut í Roque og fengi sem því nemur af kaupverði United til Palmeiras.