

Davíð Smári Lamude verður nýr þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og mun skrifa undir á morgun. Frá þessu var sagt í Dr. Football.
Davíð Smári gerði Vestri að bikarmeisturum í sumar en var rekinn skömmu síðar úr starfi.
Uppsögn hans kom á óvart en Vestri var ekki í fallsæti þegar hann missti starfið en liðið féll á endanum.
Davíð Smári hefur gert vel með Vestra og Kórdrengi en nú fer hann í Njarðvík sem stefnir upp í Bestu deildina.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lét af störfum hjá Njarðvík í haust og er að taka við HK.