fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur varað Arne Slot við að hann standi frammi fyrir ótrúlegu vandamáli í sóknarlínu Liverpool sem hann verði að leysa til að rétta við gengi liðsins á tímabilinu.

Liverpool vann sinn fyrsta deildarleik í fimm umferðum þegar liðið sigraði Aston Villa 2-0 á laugardag og lyfti sér þar með upp í þriðja sæti en er enn í óstöðugu gengi.

Arne Slot staðfesti á mánudag að Alexander Isak væri enn ekki tilbúinn eftir nárameiðsli og myndi missa af Meistaradeildarleiknum gegn Real Madrid á þriðjudagskvöld.

Carragher sagði í Monday Night Football að jafnvel þegar Isak snýr aftur verði erfitt að taka sætið af Hugo Ekitike, sem hefur verið í frábæru formi.

„Ég skil vel að þetta sé erfitt. Það var alltaf áhyggjuefni að kaupa tvo framherja á svipuðum aldri sem báðir vilja spila í sömu stöðu,“ sagði hann.

„Ekitike hefur treyjuna núna, hann er að spila vel og Isak gæti jafnvel grætt á því að byggja upp formið sitt á æfingasvæðinu.“

Ekitike hefur skorað sex mörk og lagt upp eitt í 14 leikjum á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Í gær

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni