
Arsenal vann þægilegan sigur og hélt hreinu í áttunda leiknum í röð gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í kvöld.
Bukayo Saka kom Arsenal yfir með marki af vítapunktinum eftir rúman hálftíma leik. Mikel Merino setti svo tvö mörk í seinni hálfleik og 0-3 sigur staðreynd.
Arsenal er með fullt hús stiga í deildarkeppni Meistaradeildarinnar eftir fjóra leiki.
Napoli og Frankfurt gerðu á sama tíma markalaust jafntefli á Ítalíu. Bæði lið eru með fjögur stig eftir jafnmarga leiki.