

Arne Slot viðurkenndi að hann hafi sofið illa eftir nýjustu niðurlægingu Liverpool, en liðið tapaði 4-1 fyrir PSV Eindhoven í Meistaradeildinni á Anfield á miðvikudagskvöld.
Tapið kom aðeins örfáum dögum eftir 3-0 ósigur gegn Nottingham Forest og hafa enskir meistararnir nú tapað níu af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum. Á fimmtudag staðfesti Slot að hann hefði átt fund með æðstu stjórnendum félagsins og að hann nyti enn trausts þeirra þrátt fyrir hrikalega döpur úrslit.
Aðspurður hvernig svefninn hefði gengið svaraði hann hreinskilnislega. „Hvað haldið þið? Ekki sá besti. Ég var ekki vakandi alla nóttina, en jafnvel þegar við vinnum sef ég illa út af adrenalíni. Ég fékk nokkrar klukkustundir, nóg til að mæta ferskur í morgun.“
Um samtölin við eigendur félagsins sagði hann. „Við höfum átt sömu samtöl og frá fyrsta degi. Við berjumst áfram. Við reynum að bæta okkur, en samtölin eru þau sömu og hafa verið í síðustu eitt og hálft ár.“
Liverpool mætir West Ham á sunnudag í leik sem nú þegar er orðinn gríðarlega mikilvægur fyrir Slot og hans menn.