

Cristiano Ronaldo er sagður tilbúinn að ráðast í nýtt verkefni utan vallar og opna lúxus einkaklúbb í Madríd undir nafninu Vega.
Klúbburinn verður rekinn í samstarfi við Mabel Hospitality og Inigo Onieva og mun bjóða upp á rólegt umhverfi yfir daginn, en verða staður fyrir einkaviðburði á kvöldin.
Aðild verður dýr, svoköluð Founders-aðild kostar rúmar 2 milljónir króna í eingreiðslu, á meðan almenn ársaðild hefst í 340 þúsund krónum.
Ronaldo er orðinn fertugur en heldur áfram að skora fyrir Al-Nassr í Sádi-Arabíu og undirbýr sig fyrir HM með portúgalska landsliðinu næsta sumar, sem verður að öllum líkindum hans síðasta stórmót.