

Manchester United verður án Matheus Cunha í erfiðu útileiknum gegn Crystal Palace á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.
Framherjinn missti af tapi liðsins gegn tíu manna Everton á mánudagskvöldið eftir að hafa meiðst á æfingu.
Ruben Amorim vonast til að fá hann aftur í leikinn gegn West Ham á fimmtudag í næstu viku, en staðfest er að Brasilíumaðurinn verði ekki með á Selhurst Park.
Amorim bætti við að bæði Benjamin Sesko og Harry Maguire myndu þurfa lengri tíma áður en þeir koma aftur til baka eftir meiðsli og verði ekki tiltækir um helgina.