
Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Meistaradeild Evrópu, en níu til viðbótar hefjast nú klukkan 20.
Viktor Bjarki Daðason kom FCK í 1-0 í sigri á Kairat Almaty frá Kasakstan. Danska stórliðið komst í 3-0 en þetta stóð tæpt í lokin og lauk leiknum 3-2.
Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, en hann skoraði gegn Dortmund í haust. Ljóst er að framtíð þessa unga Íslendings er björt.
Þess má geta að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er einnig á mála hjá FCK og var hann á varamannabekknum í kvöld.
Pafos og Monaco gerðu 2-2 jafntefli í hinum leik kvöldsins, þar sem David Luiz skoraði fyrra mark Pafos.
FCK er í 29. sæti, 2 stigum frá umspilssæti. Kairat Almaty er í næstneðsta sæti með 1 stig. Monaco og Pafos eru með 6 stig og naumlega í umspilssæti sem stendur.