fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 19:49

Mynd: FCK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Meistaradeild Evrópu, en níu til viðbótar hefjast nú klukkan 20.

Viktor Bjarki Daðason kom FCK í 1-0 í sigri á Kairat Almaty frá Kasakstan. Danska stórliðið komst í 3-0 en þetta stóð tæpt í lokin og lauk leiknum 3-2.

Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, en hann skoraði gegn Dortmund í haust. Ljóst er að framtíð þessa unga Íslendings er björt.

Þess má geta að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er einnig á mála hjá FCK og var hann á varamannabekknum í kvöld.

Pafos og Monaco gerðu 2-2 jafntefli í hinum leik kvöldsins, þar sem David Luiz skoraði fyrra mark Pafos.

FCK er í 29. sæti, 2 stigum frá umspilssæti. Kairat Almaty er í næstneðsta sæti með 1 stig. Monaco og Pafos eru með 6 stig og naumlega í umspilssæti sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Í gær

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Í gær

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt