fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 19:00

Mynd: Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Freyr Elísson er genginn í raðir Lengjudeildarliðs Njarðvíkur frá Bestu deildarliði Fram.

Alex er 28 ára og hefur mikla reynslu úr efstu og næstefstu deild. Kemur hann inn í öflugt lið Njarðvíkur sem ætlar sér upp í Bestu deildina á næstu leiktíð, eftir að hafa dottið út í umspilinu í ár.

Tilkynning Njarðvíkur
Alex Freyr Elísson gengur til liðs við Njarðvík!

Bakvörðurinn, Alex Freyr Elísson hefur gert samning við Knattspyrnudeild Njarðvíkur um að leika með liðinu út árið 2027, hið minnsta. Alex Freyr sem er fæddur árið 1997 leikur iðulega stöðu hægri bakvarðar, en getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Alex kemur til okkar frá uppeldisfélagi sínu Fram, en auk Fram hefur Alex leikið fyrir Breiðablik og KA á ferlinum. Alls á Alex 185 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ og hefur gert í þeim 22 mörk. 57 leikjanna hafa komið í Bestu deildinni, en 85 þeirra í Lengjudeildinni og því um reynslumikinn leikmann að ræða.

Knattspyrnudeildin býður Alex hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og vonast eftir farsælu samstarfi næstu árin!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal