

Joshua Zirkzee hefur verið upplýstur um að engin leið sé fyrir hann að yfirgefa Manchester United í janúarglugganum, að sögn blaðamannsins Samuel Luckhurst.
Þrátt fyrir sögusagnir um áhuga stórliða á meginlandi Evrópu, þar á meðal frá Ítalíu, hefur United látið leikmanninn vita að hann verði ekki seldur í janúar. Félagið telur hann ómissandi hluta af framtíðarverkefninu og vill ekki veikja sóknarlínuna á miðju tímabili.
Zirkzee hefur ekki byrjað leik í deildinni á þessu tímabili og spilað fremur lítið.
United veit hins vegar að Bryan Mbeumo og Amad Diallo eru að fara á Afríkumótið og því verður lítil breidd í sóknarlínunni í tæpan mánuð.
Zirkzee fær því ekki að fara sem gerir möguleika hans að komast í hollenska landsliðið næsta sumar ekki mikla.