
Íslenska karlalandsliðið vann fremur sannfærandi sigur á Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM í kvöld.
Strákarnir okkar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik og komust yfir á 20. mínútu þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæra sendingu Ísaks Bergmann Jóhannessonar.
Sverrir Ingi Ingason tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé með glæsilegu skallamarki eftir konfekt-fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar.
Staðan 0-2 í hálfleik og íslenska liðið í afar þægilegum málum. Seinni hálfleikur var þó jafnari en hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið.
Sigur Íslands staðreynd og nú er ljóst að við fáum úrslitaleik um umspilssæti við Úkraínu í Póllandi á sunnudag.
Mistakist Úkraínu að vinna Frakka í kvöld mun Íslandi duga jafntefli í þeim leik.
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni um leikinn í kvöld.
Ég get bara alls ekki haft Hákon Haraldsí treyju númer 9? Það er eiginlega verið að eyðileggja þennan leik fyrir mér með þessu siðrofi.
— Jói Skúli (@joiskuli10) November 13, 2025
Ísak “Kroos” Jóhannesson. Alvöru vinnumaskína með gæði og fleira.
Þessi stoðsending, hárrétt vigt, tímasetning og nákvæmni. Unun að fylgjast með honum spila leikinn. pic.twitter.com/T8tRwtWfMJ— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) November 13, 2025
Bend it like Berg!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) November 13, 2025
Hvaða nammi sending var þetta hjá Isaki 😍
— Adam Palsson (@Adampalss) November 13, 2025
222222222
Beint úr Fífunni! 🇮🇸— Freyr S.N. (@fs3786) November 13, 2025
Þetta mark kom beint úr Fífunni. Joe x Sveppi.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 13, 2025
Flottur og yfirvegaður leikur, vel gert 🙂 smá finetuning og svo er þetta komið #fyririsland #fotboltinet
— Thorir Aronsson (@Thungur_79) November 13, 2025