fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 19:30

Mynd: Antony/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segist vilja vera fyrirmynd ungra leikmanna eftir að hafa endurvakið feril sinn hjá Real Betis.

Brasilíumaðurinn fékk nýlega Silver Dove-verðlaunin frá menningarsamtökum í Sevilla, þar sem hann hvatti börn til að leyfa sér að dreyma.

„Ég hef gengið í gegnum margt, en nú er ég hamingjusamur. Ef ég get gefið eitt ráð, þá er það að leyfa sér að dreyma, því það er hægt að ná draumum sínum. Ég er lifandi sönnun fyrir því,“ sagði Antony við afhendinguna.

Antony gekk til liðs við Manchester United frá Ajax sumarið 2022 fyrir 82 milljónir punda, en tókst aldrei að standa undir væntingum á Old Trafford. Á tveimur árum skoraði hann 12 mörk og lagði upp fimm í 96 leikjum áður en hann var sendur á lán til Betis á síðari hluta síðustu leiktíðar.

Eftir góða lánsdvöl var hann keyptur til Betis í sumar og hefur byrjað tímabilið frábærlega, er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 10 leikjum. Hann vonast nú til að vinna sér sæti aftur í landsliði Brasilíu fyrir HM 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans

Eignir dugðu ekki upp í skuldir við andlát hans
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Í gær

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“