fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 1. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við Eið Benedikt Eiríksson um að taka að sér stöðu í þjálfarateymi meistaraflokks karla.

Eiður Ben verður aðstoðarþjálfari Sigga Höskulds og er samningurinn til næstu tveggja ára.

Eiður er ráðinn í fullt starf hjá knattspyrnudeild og mun samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu verða yfirmaður leikmannaþróunar yngstu leikmanna meistaraflokks. Mun Eiður þar með verða í lykilhlutverki í afreksstarfi hjá 2. og 3.flokki félagsins.

Gefum Eiði orðið.

„Það er mikil tilhlökkun að hefja störf hjá Þór. Við Siggi þekkjumst vel, og ég er spenntur að vinna með þjálfarateyminu og stjórninni í verkefni sem félagið hefur ekki tekist á við í langan tíma,“ segir Eiður.

„Það sem heillaði mig mest við félagið og liðið er sterkt hugarfar og trúin á að ekkert sé ómögulegt. Undanfarin ár hafa margir frábærir leikmenn komið upp úr unglingastarfi Þórs og spilaði liðið skemmtilegan fótbolta í sumar ásamt því að úrslitin fylgdu með. Það verða algjör forréttindi að fá að vinna með öllu því frábæra fólki sem kemur að liðinu á einn eða annan hátt.“

Eiður kemur til Þórs frá Breiðablik þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin tvö tímabil og vann þar meðal annars Íslandsmeistaratitil 2024. Eiður, sem er 34 ára gamall, hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur lokið UEFA PRO sem er æðsta þjálfaragráðan í Evrópu í dag.

Eiður mun hefja störf 1.desember næstkomandi. Við bindum við miklar vonir við hans störf og hlökkum til að fá hann í okkar lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti tekið þátt um helgina

Gæti tekið þátt um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

ÍA staðfestir þriggja ára samning Gísla Eyjólfssonar – Fjölskyldan flytur á Akranes

ÍA staðfestir þriggja ára samning Gísla Eyjólfssonar – Fjölskyldan flytur á Akranes
433Sport
Í gær

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi
433Sport
Í gær

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi