fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 8. nóvember 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola mun stjórna sínum 1.000. leik sem þjálfari þegar Manchester City tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Spánverjinn viðurkennir að tölurnar á ferlinum séu „ótrúlegar“.

Guardiola hóf þjálfaraferil sinn hjá Barcelona B árið 2007 og hefur síðan unnið 715 sigra í öllum keppnum. Hann hefur orðið meistari 12 sinnum með Barcelona, Bayern München og Manchester City og unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum.

Að auki hefur hann aðeins tapað 128 leikjum og bætt við 14 bikarmeistaratitlum.

Í samtali við BBC Sport var Guardiola spurður hvort hann vissi hve marga sigra hann hefði náð. „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur,“ svaraði hann.

„Þegar maður lítur til baka sér maður hvað maður hefur náð langt. Við höfum unnið ótrúlega hluti hjá Barcelona, Bayern og hér.“

Hann bætti við að slíkt væri erfitt að endurtaka. „Ef ég myndi byrja aftur, þá næði ég þessu ekki. Þetta eru of margir leikir. Vonandi getum við bætt við á sunnudag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu