fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

433
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í langan tíma voru Alisha Lehmann og Douglas Luiz mest áberandi par fótboltans. Þau hófu samband sitt árið 2021 á meðan bæði léku hjá Aston Villa, Lehmann með kvennaliðinu og Luiz með karlaliðinu. Þegar Luiz gekk til liðs við Juventus árið 2024 fylgdi Lehmann í kjölfarið og virtust þau halda áfram sambandi sínu á Ítalíu.

Sambandið tók þó óvæntan endi fyrr í þessum mánuði, og hefur nú vakið athygli á nýju pari sem gæti tekið við. Það eru þau Marcos Senesi, 28 ára varnarmaður Bournemouth, og Kelci-Rose Bowers, 21 árs leikmaður kvennaliðs Bournemouth.

Talið er að þau hafi hafið samband sumarið 2024, skömmu eftir að Bowers kom á láni frá Portsmouth. Tilkynning Bournemouth um komu hennar vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum, þar sem hún fékk yfir 21 milljón sýn á örfáum dögum. Bowers er ekki aðeins knattspyrnukona heldur einnig fyrirsæta og var sögð hafa samið við fyrirsætustofuna FORTE árið 2024. Hún deilir reglulega myndum af ferðalögum sínum og glamúrlífstíl á Instagram, þar sem hún er með um 155 þúsund fylgjendur.

Senesi hefur reglulega sést á samfélagsmiðlum Bowers og nýlega fóru þau í rómantíska fríferð til Ibiza. Hún er einnig dugleg að styðja Senesi á leikjum og sést oft í stúkunni hjá karlaliði Bournemouth.

Áhugaverð tilviljun er að bæði leikmennin spila sem miðverðir. Senesi ólst upp hjá San Lorenzo í Buenos Aires, á meðan Bowers ólst upp í Fareham á suðurströnd Englands. Það virðist sem þau hafi fundið hinn fullkomna leikfélaga bæði innan vallar og utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur