
Max Dowman varð í kvöld yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar, er hann kom inn á fyrir Arsenal gegn Slavia Prag.
Dowman lék um 20 mínútur í þægilegum 0-3 sigri Skyttanna, sem eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í Meistaradeildinni.
Hann er aðeins 15 ára og 308 daga og setti þar með met með því að koma inn á. Metið átti Youssoufa Moukoko, þá leikmaður Dortmund, en hann var 16 ára og 18 daga er hann spilaði fyrsta leikinn í Meistaradeildinni.
Dowman hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðloðinn aðallið Arsenal á þessari leiktíð og heillað marga í þeim leikjum sem hann hefur spilað.