fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

433
Þriðjudaginn 7. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum rúmenski knattspyrnumaðurinn Vasilica Georgiu er látinn, 44 ára að aldri, eftir langvarandi baráttu við krabbamein.

Georgiu lést á sunnudagsmorgun í heimalandinu. Hann hafði verið í meðferð eftir að sjúkdómurinn tók sig óvænt upp aftur og breiddist út um líkamann.

Eftir aðgerð í sumar virtist allt ganga vel, en eftir heimsókn til systur sinnar á Ítalíu fékk hann mikla verki og í ljós kom að krabbameinið hafði dreifst.

Georgiu lék sem miðjumaður og var talinn efnilegur leikmaður á sínum tíma. Hann lék til að mynda með FC Bihor Oradea í efstu deild tímabilið 2003–2004, en eyddi stærstum hluta ferils síns í næstefstu deild Rúmeníu með liðum á borð við UTA Arad, Tricotaje Ineu, Frontiera Curtici og Gloria Arad.

Eftir að ferlinum lauk starfaði hann sem þjálfari í yngri flokkum, fyrst hjá Brosovszky Ineu Akademíunni og síðar stofnaði hann eigið félag, Sporting Arad, sem hann sagðist hafa gert að frumkvæði eiginkonu sinnar og fyrir son sinn, Luca David, sem er efnilegur knattspyrnumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði