Goðsögn Manchester United, markvörðurinn Peter Schmeichel, hefur veitt nýja markverðinum Senne Lammens jákvæða umsögn eftir frumraun hans í 2-0 sigri gegn Sunderland um helgina.
Lammens, sem kom til United í sumar frá Club Brugge fyrir 18,2 milljónir punda, kom í stað Andé Onana sem fór á lán til Trabzonspor eftir slakt gengi. Lammens byrjaði tímabilið sem varamarkvörður fyrir Altay Bayindir en fékk loks tækifærið á dögunum og nýtti það vel.
Schmeichel, sem hafði áður efast um kaup United á Lammens, virðist nú snúast hugur. „Þegar þú hugsar um markvörsluna síðustu ár og hversu mörg mörk við höfum fengið á okkur eftir mistök markvarða. níu mistök bara á þessu tímabili. Það er allt of mikið,“ sagði sá danski.
„Þegar ég spilaði var krafa mín að bjarga liðinu 10 stigum á tímabili ekki gefa þau frá mér. Sama gilti um [Edwin van der Sar] og David De Gea.“
„Við höfum verið vön því undanfarið að markverðir gefi mörk og stig, en nú sáum við hreint lak og trausta frammistöðu í markinu. Það er ferskur andblær.“
Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir stuðningsmenn United sem hafa lengi kallað eftir stöðugleika í markmannsstöðunni.