Breiðablik, sem varði Íslandsmeistaratitil sinn á dögunum, tekur á móti Spartak Subotica frá Serbíu í Evrópubikarnum á morgun.
Um nýja Evrópukeppni í kvennaflokki er að ræða og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi.
Fyrri leikurinn fer fram hér heima og seinni leikurinn í Serbíu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer hann fram á Kópavogsvelli.