Víkingur er Íslandsmeistari eftir verðskuldaðan sigur á FH í Fossvoginum í kvöld.
Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi yfir snemma leiks og innsiglaði Helgi Guðjónsson sigurinn þegar nokkrar mínútur vory eftir.
Lokatölur 2-0 og Víkingur hefur þar með 7 stiga forskot á Val þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni.
Víkingur hefur sigrað Íslandsmótið þrjú af síðustu fimm tímabilum og var gleðin ósvikin í leikslok í kvöld, en rífandi stemning var í Víkinni.
Sölvi Geir Ottesen er þá að hampa Íslandsmeistaratitlinum á sinni fyrstu leiktíð sem aðalþjálfari.