„Tilfinningin er geggjuð, þetta er búið að vera svakalegt tímabil, svakaleg reynsla og lærdómur. Maður er enn að komast yfir þetta, Íslandsmeistari í fyrsta giggi,“ sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings við Sýn Sport eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH í kvöld.
Meira
Víkingur er Íslandsmeistari árið 2025
„Ég er þakklátur fyrir margt, leikmennina sem gáfust aldrei upp á erfiðu tímabili, erfitt tap á móti Bröndby en hvernig strákarnir gáfust aldrei upp. Ég er virkilega stoltur af þeim, þjálfarateyminu, ég er ekkert án þeirra.
Það er mikið þakklæti sem hellist yfir mig. Ég gæti haldið áfram, stuðningsmennirnir setja nýjan standard í íslenskum fótbolta í kvöld. Ég er smá meyr og hrærður yfir þessu akkúrat núna,“ sagði Sölvi einnig meðal annars.