

Srdjan Tufegdžić er einn þeirra þjálfara sem Vestri hefur áhuga á að ráða til starfa. Þetta herma heimildir 433.is.
Túfa hætti sem þjálfari Vals á mánudag en félagið ákvað þá að segja upp samningi hans við félagið.
Túfa hefur mikla reynslu úr þjálfun en hann var í 18 mánuði hjá Val.
Hér á landi hefur hann einnig stýrt KA og Grindavík en Vestri er í þjálfaraleit eftir fall úr Bestu deildinni.
Jón Þór Hauksson stýrði Vestra í síðustu þremur leikjum tímabilsins eftir að Davíð Smári Lamude var rekinn.