fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur sem streyma fótboltaleikjum ólöglega fá nú verulegt áfall eftir að Amazon kynnti nýjustu útgáfu af Fire Stick-tækinu sínu.

Tæknirisan hefur gefið út uppfærða útgáfu af vinsæla Fire TV Stick með stórum breytingum, einni stærstu endurhönnun kerfisins í mörg ár.

Í mörg ár hafa ólöglegir áhorfendur notað svokallaða „jailbroken“ Fire Stick-stafina til að horfa á beinar útsendingar úr fótbolta og öðru úrvals efni, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að stöðva slíka starfsemi.

Margir nota tækið löglega í gegnum þjónustur eins og Netflix, Disney+ og BBC iPlayer sem fást á Amazon App Store, en stór hluti notenda hefur breytt tækjunum til að fá aðgang að höfundarréttarvörðu efni sem ekki er stutt af tæknifyrirtækjunum.

Samkvæmt rannsókn Daily Mail í júní sögðust um 59 prósent eigenda Fire Stick í Bretlandi nota tækið til ólöglegs streymis.

Nú virðist þó sem að slíkt verði mun erfiðara eftir útgáfu nýja Fire TV Stick 4K Select. Samkvæmt fyrstu upplýsingum geta notendur nýja módelsins ekki hlaðið niður VPN-forritum (Virtual Private Networks) sem oft eru notuð til að fela staðsetningu og komast hjá eftirliti.

Það gæti gert ólöglegt streymi nánast ómögulegt á nýju tækinu, þar sem VPN eru lykilverkfæri þeirra sem vilja horfa á leiki án þess að greiða fyrir áskriftir. Með þessu stíga Amazon og samstarfsaðilar þeirra stórt skref í baráttunni gegn ólöglegu fótboltastreymi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar breytingar í gangi á Old Trafford – Tæplega 14 þúsund geta nú staðið á leikjum

Miklar breytingar í gangi á Old Trafford – Tæplega 14 þúsund geta nú staðið á leikjum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Í gær

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag