Fyrrum rúmenski knattspyrnumaðurinn Vasilica Georgiu er látinn, 44 ára að aldri, eftir langvarandi baráttu við krabbamein.
Georgiu lést á sunnudagsmorgun í heimalandinu. Hann hafði verið í meðferð eftir að sjúkdómurinn tók sig óvænt upp aftur og breiddist út um líkamann.
Eftir aðgerð í sumar virtist allt ganga vel, en eftir heimsókn til systur sinnar á Ítalíu fékk hann mikla verki og í ljós kom að krabbameinið hafði dreifst.
Georgiu lék sem miðjumaður og var talinn efnilegur leikmaður á sínum tíma. Hann lék til að mynda með FC Bihor Oradea í efstu deild tímabilið 2003–2004, en eyddi stærstum hluta ferils síns í næstefstu deild Rúmeníu með liðum á borð við UTA Arad, Tricotaje Ineu, Frontiera Curtici og Gloria Arad.
Eftir að ferlinum lauk starfaði hann sem þjálfari í yngri flokkum, fyrst hjá Brosovszky Ineu Akademíunni og síðar stofnaði hann eigið félag, Sporting Arad, sem hann sagðist hafa gert að frumkvæði eiginkonu sinnar og fyrir son sinn, Luca David, sem er efnilegur knattspyrnumaður.