fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Margir stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir færslu félagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool voru ekki ánægðir með færslu félagsins á samfélagsmiðlum þar sem Trent Alexander-Arnold var óskað til hamingju með afmælið sitt.

Alexander-Arnold, sem yfirgaf Liverpool í sumar og gekk til liðs við Real Madrid, varð mjög umdeildur meðal stuðningsmanna eftir brottförina. Real Madrid greiddi um 8,4 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem átti aðeins mánuð eftir af samningi sínum við Liverpool.

Liverpool birti þó færslu á samfélagsmiðlum þar sem Alexander-Arnold var óskað til hamingju með afmælið, ásamt mynd af honum með Englandsmeistaratitilinn frá síðustu leiktíð.

Margir stuðningsmenn tóku illa í færsluna og létu í sér heyra í athugasemdum. „Held þetta muni ekki falla í kramið hjá mörgum,“ skrifaði einn aðdáanditil að mynda.

„Þessi færsla er verri en þrír tapleikir í röð síðustu viku,“ skrifaði annar.

Real Madrid mætir Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni 3. nóvember, þar sem Alexander-Arnold gæti snúið aftur á sinn gamla heimavöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var rekinn fyrir skoðanir sínar og er reiður yfir því að sömu reglur gildi ekki í dag

Var rekinn fyrir skoðanir sínar og er reiður yfir því að sömu reglur gildi ekki í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Schmeichel virkilega jákvæður eftir frumraun helgarinnar á Old Trafford

Schmeichel virkilega jákvæður eftir frumraun helgarinnar á Old Trafford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Setur flöskuna á hilluna til að reyna að laga þennan kvilla

Setur flöskuna á hilluna til að reyna að laga þennan kvilla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar
433Sport
Í gær

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta
433Sport
Í gær

Alonso biður Real Madrid að fylgjast með stöðu Wirtz eftir efiða byrjun á Anfield

Alonso biður Real Madrid að fylgjast með stöðu Wirtz eftir efiða byrjun á Anfield