Matt Beard fyrrum þjálfari kvennaliðs Liverpool lést fyrir helgi en enskir miðlar segja nú frá því að hann hafi hengt sig á eigin heimili.
Beard fannst á heimili sínu þegar hann hafði hengt sig en hann var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahúsi.
Beard var 47 ára gamall en hann var síðast þjálfari kvennaliðs Burnley en lét af störfum þar í sumar. Frekari rannsókn mun fara fram á andláti hans.
Beard var í tvígang þjálfari Liverpool á ferlinum en hann var í sautján ár í kvennaboltanum. Hann gerði Liverpool að meisturum árið 2013 og 2014.
Mínútu þögn var víða í enska boltanum um helgina til minningar um Beard.
Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.