fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Staðfesta andlát unga mannsins – Fékk alvarlega áverka um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chichester City hefur staðfest andlát Billy Vigar, fyrrum unglingastjarna Arsenal og núverandi leikmanns Chichester City, hann hafði legið í dái á sjúkrahúsi eftir alvarlegt höfuðhögg sem hann varð fyrir í leik um síðustu helgi.

Vigar, sem var 21 árs framherji, meiddist alvarlega í upphafi leiks í Isthmian Premier-deildinni (sjöunda deild enska fótboltans). Atvikið átti sér stað innan fyrstu 15 mínútna leiksins.

Í tilkynningu frá Chichester City sagði á samfélagsmiðlinum X segir: „Billy varð fyrir alvarlegum heilaskaða og er nú í dái á gjörgæslu, þar sem hann fær bestu mögulegu meðferð. Það er of snemmt að segja til um horfur og jafnvel þó allt fari vel, þá er löng endurhæfing framundan.“

Nú er ljóst að hann lést eftir þessa áverka.

Samkvæmt Sussex World er talið að meiðslin hafi ekki orðið við árekstur við annan leikmann, heldur í árekstri við harðan flöt utan vallar.

Vigar fékk aðhlynningu frá sjúkraliði á vellinum áður en hann var fluttur með sjúkrabíl og svo fluttur með þyrlu á sjúkrahús í London. Leikurinn var strax stöðvaður og leik hætt.

Billy Vigar hóf feril sinn hjá Arsenal aðeins 14 ára gamall og komst upp í U21-liðið. Hann lék einnig með Derby County og Eastbourne Borough á lánssamningum áður en hann yfirgaf Arsenal árið 2024 og gekk til liðs við Hastings United í neðri deildum Englands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt