fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland hefur breytt nafninu sem prýðir treyju hans með norska landsliðinu og fylgir þar með hefð sem margir Norðmenn tileinka sér.

Framvegis mun standa „Braut Haaland“ á treyju númer níu, í stað einfaldlega „Haaland“.

25 ára gamli framherjinn hjá Manchester City er þekktur sem Erling Braut Haaland á samfélagsmiðlum og hefur verið það síðan hann vakti heimsathygli með níu mörkum í einum leik á U20 heimsmeistaramótinu árið 2019.

Í Noregi er algengt að fólk noti bæði föðurnafn og móðurnafn sem eftirnafn. Í tilfelli Haalands kemur nafnið „Braut“ frá móður hans, Gry Maritu Braut.

Faðir hans, Alfie Haaland, lék með Manchester City á árunum 2000 til 2003, en móðir hans á einnig íþróttaferil að baki. Hún var margfaldur meistari í sjöþraut og keppti meðal annars í grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, langstökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi.

Með þessari breytingu heiðrar Haaland bæði foreldra sína og rótgróna nafnhefð í heimalandi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Í gær

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy