Stjarnan vann Aftureldingu í lokaleik umferðarinnar í Bestu deild karla í kvöld.
Gestirnir úr Mosfellsbæ komust yfir snemma leiks með marki Þórðar Gunnars Hafþórssonar. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfeiks en undir lok hans kom upp afdrifaríkt atvik Axel Óskar Andrésson í liði Aftureldingar fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Manni fleiri sneri Stjarnan dæminu við í seinni hálfleik. Benedikt Waren jafnaði áður en Andri Rúnar Bjarnason, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Örvar Eggertsson komu sér á blað einnig.
Stjarnan fer upp í 5. sæti deildarinnar með þessum langþráða sigri, er með 24 stig líkt og Fram sem er sæti ofar. Afturelding er í 7. sæti með 19 stig, 2 stigum fyrir ofan fallsvæðið.