fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 12:00

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteini Halldórssyni hefur tekist vel til sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins en það fylgja því auknar kröfur um árangur að hafa þjálfað lið í á fimmta ár eins og hann.

Þetta sagði Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður Sýnar og Vísis, í hlaðvarpi 433.is um EM, sem hefst í dag þegar Ísland mætir Finnlandi. Auk Finnlands eru Noregur og Sviss í riðli Íslands.

Þorsteinn er að fara á sitt annað stórmót með íslenska landsliðið og eru væntingar um að fara upp úr þessum riðli, sem þykir nokkuð viðráðanlegur.

„Ég held það fylgi því alltaf pressa þegar þú tekur við liði, sér í lagi landsliði, og ferð lengra inn í þjálfaratíðina. Þú hefur meiri tíma til að setja þitt handbragð á liðið,“ sagði Aron.

„En á móti kemur hefur hann þurft að leiða liðið í gegnum ákveðna kynslóðarbreytingu. Hann hefur þurft að finna réttu blönduna og mér hefur fundist honum takast það mjög vel, að búa til nýtt lið.“

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Í gær

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Í gær

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Í gær

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum