Ekkert virðist vera að gerast í málefnum Viktor Gyokeres en framherji Sporting Lisbon vill burt og hefur mikið verið talað um hann.
Fabrizio Romano segir að þrátt fyrir áhuga Arsenal séu viðræður ekki farnar á neitt flug.
Sænski framherjinn er mest orðaður við Arsenal og Manchester United en hann sjálfur hefur átt í deilum við Sporting um verðmiðann á sér.
Arsenal vill bæta við sig framherja í sumar en Gyokeres og Benjamin Sesko eru ofast nefndir til sögunnar.
Félögin byrja að æfa á næstu dögum og þá er búist við að málin fari að taka á sig betri mynd.
"Nothing has changed for Gyokeres and Arsenal. There is no advanced negotiations to get the deal done between clubs." @fabrizioromano pic.twitter.com/HhBARJw8l3
— That's Football! (@ThatsFootballTV) July 2, 2025