Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Evrópumótið hefst á morgun þegar Stelpurnar okkar mæta Finnum hér í Thun. Í samstarfi við Lengjuna ætlum við að smíða seðla í kringum leiki Íslands á mótinu.
Í þetta skiptið inniheldur seðillinn sigra Íslands og Noregs, en ef allt fer eftir bókinni eiga þau að vinna sína leiki.
Þá er því spáð að fjögur mörk eða fleiri verði skoruð í leik Spánar og Portúgal. Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og eiga fyrirfram að geta valtað yfir Portúgal.
Seðillinn
Ísland – Finnland: 1
Sviss – Noregur: 2
Spánn – Portúgal: Yfir 3,5 mörk
Stuðull: 5,40