Það eru allar líkur á að Jón Daði Böðvarsson verði tilkynntur sem nýr leikmaður Selfoss á blaðamannafundi í dag.
Selfoss hefur boðað til blaðamannafundar sem hefst 13:00 í dag en hann verður haldinn á MAR Seafood á Selfossi.
Talið er að Jón Daði verði þar kynntur sem nýr leikmaður liðsins en hann er á leið heim úr atvinnumennsku.
Framherjinn er uppalinn hjá félaginu en hann hefur ekki leikið hér heima síðan 2012.
Selfoss er í 11. sæti í næst efstu deild hér heima eða Lengjudeildinni og hefur farið illa af stað í sumar.