Liverpool er ákveðið í að fá varnarmanninn Marc Guehi í sínar raðir í sumar en hann spilar með Crystal Palace.
Liverpool er samkvæmt enskum miðlum tilbúið að bjóða Palace leikmann í skiptum ásamt því að borga ákveðna upphæð.
Guehi er enskur landsliðsmaður og fyrirliði Palace en hann ku hafa áhuga á því að semja við stærra félag.
Liverpool er til í að senda vængmanninn Ben Doak í hina áttina en hann er 19 ára gamall og er mjög efnilegur.
Doak hefur spilað sex landsleiki fyrir aðallið Skotlands en þó aðeins tíu leiki fyrir aðallið Liverpool og var í láni hjá Middlesbrough í vetur.