fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Veglegt sérblað um EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 22:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af þátttöku A landsliðs kvenna í úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss í júli er komið út veglegt sérblað um keppnina þar sem m.a. er fjallað ítarlega um íslenska landsliðið.

Frá útgefanda:

Í tilefni af EM kvenna í knattspyrnu, sem fram fer dagana 2.–27. júlí í Sviss, gefur Sportblaðið út sérlega glæsilegt og vandað 84 síðna sérblað um keppnina þar sem íslenska kvennalandsliðið er í öndvegi, en EM blaðið er ókeypis.

Í blaðinu er að finna ítarlega kynningu á öllum 16 þátttökuþjóðunum, ýmsan fróðleik um EM, auk viðtala við stjörnur mótsins, þar á meðal, Alexia Putellas í spænska landsliðinu og Alessiu Russo og Beth Mead úr enska landsliðinu. Stærstu efnistök blaðsins snúa þó að sjálfsögðu að stelpunum okkar í íslenska landsliðinu, viðtöl við leikmenn, þjálfara og fleira, þar sem stemningin fyrir mótinu er tekin föstum tökum.

EM blaðið er ókeypis, en hægt er að nálgast eintak í verslunum ELKO og þjónustumiðstöðvum N1 um land allt og víðar á meðan birgðir endast. Það verður því auðvelt fyrir alla áhugasama að grípa sitt eintak.

Sérblaðið er að hluta unnið í samstarfi við útgefendur breska knattspyrnutímaritsins FourFourTwo, sem eru í fyrsta skipti að gefa út sérblað tileinkað EM kvenna og þá er ELKO, N1 og RÚV hluti af teyminu.

„Það er sannarlega ótrúlegt að þjóð á stærð við meðalbæ í Evrópu skuli eiga fast sæti í lokakeppni EM og leika þar á meðal bestu kvennalandsliða heims. Þetta verður fimmta EM-mótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í sem segir allt sem segja þarf um metnað, vinnusemi og gæði þessara frábæru leikmanna, sem verður einstaklega gaman að fylgjast með í Sviss,“ segir Valdimar Tryggvi Kristófersson, ritstjóri Sportblaðsins og bætir við: ,,Það ætti enginn að verða svikinn af EM blaðinu enda fullt af fróðleik og skemmtilegu efni tengdu EM og íslenska landsliðinu. Þetta er eigulegt blað sem stuðningsmenn Íslands og knattspyrnuáhugafólk um allt land mun vonandi njóta og fletta fram og til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3