fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gerir upp kjaftasöguna þegar hann var sakaður um að vera að sofa hjá dóttur yfirmannsins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha fyrrum kantmaður Manchester United segir að það hafi verið klikkun að lenda í þeim sögusögnum sem fóru af stað þegar hann var hjá félaginu.

Zaha var keyptur til Manchester United í janúar árið 2013 og var síðasti leikmaðurinn sem Sir Alex Ferguson fékk til félagsins.

Ferugson hætti um sumarið þegar Zaha kom til félagsins og því lék hann aldrei undir hans stjórn.

„Tíminn hjá Manchester United og var lánaður til Cardiff var lágpunktur,“ sagði Zaha sem fékk aldrei tækifæri undir stjórn David Moyes sem tók við af Ferguson.

„Þegar ég var þar þá var mikið að ganga, ég fór í æfingaferð og gekk vel. Næst er ég bara ekki að spila neitt, engin ástæða fyrir þetta.“

Margar getgátur voru um það af hverju Zaha fengi ekki tækifæri og ein af þeim var sú að hann væri að sofa hjá dóttur Moyes.

„Svo fara kjaftasögurnar í gang um að ég sé að sofa hjá dóttur þjálfarans, það kom enginn og ræddi þetta. Hvort það væri einhver sannleikur, það kom enginn leikmaður og talaði við mig.“

„Það eru bara allir að halda áfram með sitt, þú kemst á toppinn og ef þú ert ekki klár í slaginn eins og aðrir þá ertu til hliðar. Það gekk ekki vel hjá besta félagi í heimi, það var enginn öxl til að gráta á. Þetta var draumurinn sem gekk ekki.“

Zaha var 21 árs gamall þarna og eftir erfitt ár fór hann aftur til Crystal Palace og hefur eftir það átt frábæran feril.

@spillers_production @Wilfried Zaha opens up about his time at @Manchester United &@Cardiff City FC (Episode out now link in bio) #Motivation #CrystalPalace #Zaha #manchesterunited #cardiffcityfc #siralexferguson #siralex #transfer ♬ higher by tems cover – jendo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag