fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Glæsilegur fatnaður sem Stelpurnar okkar klæðast í sumar – Myndir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. júní 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um þá er Ísland á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM A landsliða kvenna í Sviss í sumar. Í undirbúningi mótsins er að mörgu og ýmsu að hyggja og þar á meðal er ferðafatnaður á leikmenn landsliðsins.

Andrá Reykjavík fékk það verkefni og munu stelpurnar okkar klæðast sérsaumaðri dragt sem hönnuð er af Steinunni Hrólfsdóttur. Valdir voru klassískir dökkbláir litir fyrir dragtina, brotið upp með afslöppuðum hvítum stuttermabol. Hver jakki er persónulegur – innan í honum er nafn og númer leikmannsins handsaumað með rauðum þræði. Litirnir eru svo lágstemmd tilvísun í íslensku fánalitina.

Steinunn Hrólfsdóttir hönnuður og eigandi Andrár:
„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni að vinna að. Við í Andrá elskum að klæða sterkar, flottar konur – það er okkar ástríða. Að fá tækifæri til að klæða landsliðið okkar er því bæði sannur heiður og algjör draumur.  

Ég hef líka fylgst með mörgum af þessum stelpum frá því þær voru litlar og það er magnað að sjá þær komnar svona langt. Það er svo ótrúlegt að fylgjast með þessum leikmönnum, hvað þær leggja mikið á sig og gefa allt í þetta. Það er mikill innblástur. Svo er líka bara svo gaman að fylgjast með því hvað kvennafótbolti almennt er á miklu flugi og við í Andrá erum mjög stoltar að fá að vera þó ekki nema bara pínulítill hluti af því.

Við elskum líka hugmyndina um að blanda saman þessum tveimur heimum – íþróttanna og svo tísku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin
433Sport
Í gær

Færa tíðindi sem munu gleðja stóran hóp stuðningsmanna Manchester United mikið

Færa tíðindi sem munu gleðja stóran hóp stuðningsmanna Manchester United mikið
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“