fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Jón Daði kveður og heldur til Íslands – „Ferðalag mitt mun halda áfram“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. júní 2025 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er að flytja aftur heim til Íslands eftir næstum áratug á Englandi.

Þessi 33 ára gamli sóknarmaður var hjá Burton eftir áramót og hjálpaði liðinu að halda sér uppi í ensku C-deildinni.

Selfyssingurinn lék einnig með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading, Wolves, Kaiserslautern og Viking í atvinnumennsku.

Nú er hann á leið heim til Íslands en er ekki búinn að leggja skóna á hilluna ef marka má yfirlýsingu hans á samfélagsmiðlum.

„Takk Burton fyrir stuttan en eftirminnilegan tíma. Mig langaði að gera eitthvað jákvætt í fótboltanum áður en ég flyt aftur heim og vonandi gerði ég það að einhverju leyti.

Eins mikið og mig langar til að vera áfram tel ég að þetta sé rétti tíminn til að flytja aftur til Íslands eftir næstum tíu ár á Englandi og 13 erlendis. Vonandi skiljið þið ákvörðun mína,“ skrifar Jón Daði.

„Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki erlendis. Takk fyrir allt.“

Jón Daði á 64 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og var hluti af liðinu sem fór á EM 2016 og HM 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Í gær

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Í gær

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum