fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Setti allt á hliðina með nýjustu ummælunum – Segist vera gift stórstjörnunni

433
Mánudaginn 9. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Bruna Biancardi hefur komið ansi mörgum á óvart eftir ummæli sem hún lét falla í samtali við aðdáendur sína á Instagram.

Bruna er kærasta Neymar, leikmanns Santos í Brasilíu, en þau hófu samband sitt á ný í fyrra og eiga von á sínu öðru barni.

Neymar er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins en hann hefur spilað fyrir lið eins og Paris Saint-Germain og Barcelona en er í dag í heimalandinu.

Bruna greindi frá því að hún og Neymar væru nú þegar búin að ganga í það heilaga og að þau séu í raun hjón frekar en kærustupar.

Þetta kom afskaplega mörgum á óvart en undanfarna mánuði hefur Neymar þó verið duglegur að kalla Bruna sína ‘eiginkonu’ frekar en kærustu.

Neymar var spurður út í mögulegt hjónaband undir lok síðasta árs og skellihló að þeirri spurningu og er ástæðan mögulega sú að hann sé nú þegar giftur.

Hjónin eiga saman eina stelpu sem ber nafnið Mavie sem fæddist árið 2023 en annað barn mun koma í heiminn á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina