fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Mbappe ætlaði að hætta með landsliðinu

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. júní 2025 19:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe íhugaði að leggja landsliðsskóna á hilluna seint 2024 eftir að hafa lent í rifrildum við landsliðsþjálfara Frakka, Didier Deschamps.

Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Romain Molina en Mbappe var í tvígang ekki valinn í franska landsliðshópinn 2024.

Samkvæmt Molina var Mbappe sterklega að íhuga að hætta að gefa kost á sér fyrir fullt og allt en það var hann sjálfur sem neitaði kalli Deschamps af persónulegum ástæðum.

Talað var um á þeim tíma að Deschamps væri ekki að velja Mbappe í hópinn en Molina segir að það hafi verið ákvörðun sóknarmannsins að mæta ekki í verkefnin.

Áreiti ku hafa haft áhrif á þessa ákvörðun Mbappe sem fann fyrir lítilli ást frá stuðningsmönnum Frakklands sem eru svo sannarlega kröfuharðir og er hann helsta stjarna landsliðsins.

Eftir samtal við Deschamps ákvað Mbappe að gefa landsliðinu séns á ný og verður hann í eldlínunni á HM 2026 á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina