fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Kostaði 100 milljónir en er nú fáanlegur á lánssamningi

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. júní 2025 14:00

Jack Grealish / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er með tvo valkosti á borðinu en þetta kemur fram í enskum miðlum.

Grealish er líklega að kveðja City í sumar en hann stóðst alls ekki væntingar í vetur og verður varamaður á næsta tímabili ef hann fer ekki annað.

Everton og Newcastle eru þau lið sem vilja fá Grealish sem kostaði City um 100 milljónir punda frá Aston Villa á sínum tíma.

Grealish er rándýr leikmaður þrátt fyrir slaka frammistöðu innan vallar undanfarið en hann fær um 300 þúsund pund á viku.

Líkur eru á að þessi félög fái Grealish á lánssamningi og gætu svo keypt hann endanlega næsta sumar.

Grealish stefnir á að spila á HM 2026 á næsta ári og þarf því að öllum líkindum að finna sér nýtt félag á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina