fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sonur fyrrum knattspyrnumanns í nýjustu þáttaröð Love Island

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 4. júní 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dejon Noel-Williams er ekki nafn sem margir kannast við en hann á föður sem einhverjir ættu þó að þekkja en hann ber nafnið Gifton Noel-Williams.

Gifton er 45 ára gamall í dag en hann var öflugur sóknarmaður á sínum tíma og lék með liðum eins og Watford, Stoke og Burnley.

Gifton átti ansi góðan feril sem atvinnumaður en hann spilaði fyrir ansi mörg félög og þar á meðal tveimur á Spáni.

Sonur hans Dejon er nú í umræðunni en hann ákvað að skrá sig til leiks í nýjustu þáttaröðina af Love Island sem eru afskaplega vinsælir um allan heim.

Raunveruleikaþátturinn hefur náð vinsældum um alla Evrópu og þar á meðal Íslandi en 12. þáttaröðin fer af stað í þessum mánuði.

Dejon er sjálfur fótboltamaður og leikur í neðri deildunum á Englandi en hann er 26 ára gamall og á að baki átta landsleiki fyrir Grenada.

Hann hóf ferilinn hjá Oxford í þriðju efstu deild Englands en hefur undanfarin ár verið í utandeildunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina