fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ný auglýsing fyrir EM kvenna kallar fram gæsahúð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. júní 2025 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný herferð Landsbankans í tilefni af EM kvenna í knattspyrnu er farin í loftið.  Í auglýsingunni fylgjumst við með ungri stelpu sem heyrir spennandi tilkynningu í útvarpinu og stekkur af stað í leit að penna. Við sjáum fólk á öllum aldri um allt land gera slíkt hið sama og þau halda öll í átt að ótilgreindum stað. 

Unga aðalsöguhetjan kemst loks með pennann sinn á áfangastað sem er troðfullur af fólki. Hún brýtur sér leið í gegnum fjöldann og að borði þar sem landsliðskonurnar Sandra María Jessen, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Natasha Moraa Anasi-Erlingsson sitja. 

Í stað þess að unga söguhetjan fái eiginhandaráritun frá landsliðinu, þá er dæminu snúið við og hún gefur landsliðskonunum sína áritun. Þessi táknræni stuðningur í formi áritana fylgir síðan Stelpunum okkar á lokamót EM í Sviss. 

Safna áritunum frá almenningi

Landsbankinn safnar nú eiginhandaráritunum frá almenningi til stuðnings íslenska kvennalandsliðsins. Landsmenn geta farið inn á síðuna landsbankinn.is/aframisland og gefið þar rafræna eiginhandaráritun fyrir Stelpurnar okkar.

Slagorð herferðarinnar Skrifum söguna saman er tilvísun í þennan stuðning frá íslensku þjóðinni og þá staðreynd að góðar líkur eru á að Ísland komist áfram úr sínum riðli. Stelpurnar okkar hafa ítrekað sýnt og sannað að Ísland býr yfir landsliði í fremstu röð, en þetta er í fimmta sinn í röð sem þær komast á lokamót EM.

Herferðin var unnin með vörumerkjastofunni Tvist. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum framleiðslufyrirtækisins Norður og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina