fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Ólafur Hrannar rekinn frá Leikni

Victor Pálsson
Laugardaginn 31. maí 2025 12:11

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík hefur ákveðið að gera breytingu á þjálfara sínum eftir aðeins fimm leiki í deild í sumar.

Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur verið rekinn frá félaginu sem er í neðsta sæti næst efstu deildar með eitt stig.

Gengið hefur verið afskaplega lélegt í sumar en liðið hefur skorað fjögur mörk og fengið á sig heil 18.

Leiknir hefur fengið á sig 12 mörk í síðustu tveimur leikjum og eina stig liðsins kom gegn Þrótt í fyrstu umferð.

Tilkynning Leiknis:

Íþróttafélagið Leiknir hefur tekið þá ákvörðun að slíta samstarfi við Ólaf Hrannar Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks.

Þessi ákvörðun er mjög þungbær. Óli er mikill Leiknismaður og honum er þakkað góð störf eftir að hafa tekið við liðinu í erfiðri stöðu á síðasta ári.

Félagið tilkynnir um frekari fréttir af þjálfaramálum þegar þau mál skýrast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“