fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Staðfestir að United gæti fengið sinn mann til baka í sumar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að félagið sé ekki búið að taka ákvörðun varðandi vængmanninn Jadon Sancho.

Chelsea getur keypt Sancho á 25 milljónir punda í sumar en hann er á lánssamningi frá Manchester United.

Chelsea samþykkti að kaupa leikmanninn eftir tímabilið en getur einnig borgað fimm milljónir punda til að rifta því ákvæði.

Sancho hefur átt góða og slæma daga hjá Chelsea eftir komu til félagsins en hann hefur ekki verið lykilmaður á tímabilinu.

Ljóst er að framtíð Sancho er ekki í Manchester borg og ef hann snýr aftur þangað verður hann að öllum líkindum seldur í sumar.

Maresca staðfesti að félagið væri að skoða stöðu allra leikmanna og þar á meðal Sancho og er alls ekki víst að hann verði keyptur fyrir næsta tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni