Umboðsmaður Marcus Rashford fundaði í dag með Barcelona, hann er einn af þeim sem félagið er að skoða.
Fabrizio Romano segir frá þessu en draumur Rashford er að ganga í raðir félagsins.
Rashford er til sölu fyrir 40 milljónir punda í sumar en hann er að koma til baka úr láni frá Aston Villa.
Rashford fer ekki til Villa en hann vill semja við félag sem er í Meistaradeild Evrópu.
Umboðsmaður hans átti fund með forráðamönnum Barcelona í dag þar sem málin voru rædd.