Í fréttum á Englandi í dag er fjallað um það að Manchester United sé að skoða að fá Nelson Semedo frá Wolves í sumar.
Bakvörðurinn er að fara frítt frá Wolves en vitað er að United hefði áhuga á hægri bakverði.
Semedo er 31 árs gamall en hann er landsliðsmaður Portúgals.
Semedo kom til Wolves árið 2020 frá Barcelona en hann er í nýjasta landsliðshópi Portúgals.
United er að kaupa Matheus Cunha frá Wolves og gæti reynt að taka annan leikmann þaðan í sumar.