Manchester City er langt komið með að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan. Enskir miðlar segja frá þessu.
Reijnders er hollenskur miðjumaður sem er ofarlega á óskalista Pep Guardiola í sumar.
Búist er við að City þurfi að borga um 55 milljónir punda fyrir Reijnders.
Reijnders er einn af þeim sem á að fylla í skarð Kevin de Bruyne sem City ákvað að láta fara frítt frá sér.
De Bruyne er að ganga í raðir Napoli en Reijnders er einn af mörgum sem City vill kaupa í sumar.