Lamine Yamal hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Barcelona og tekið af allan vafa um að hann verði hjá félaginu til frambúðar.
Yamal verður 18 ára í sumar en hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn sem einn besti leikmaður heims. Átti hann stóran þátt í að tryggja Börsungum Spánarmeistaratitilinn á dögunum.
Það var í algjörum forgangi hjá forráðamönnum Barcelona að Yamal skrifaði undir langtímasamning og það er nú í höfn.
The future is now. pic.twitter.com/VP2WQmbNHN
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 27, 2025